DJ og Paulina kyssast eftir risamótssigur DJ
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2016 | 07:00

DJ og Paulina skemmta sér með US Open bikarnum

Fyrsti risamótatitill Dustin Johnson vannst ekki fyrr en eftir margar árangurslaustar og „næstum því“ tilraunir.

Og á engu risamóti var Dustin Johnson meira „næstum því“ búinn að vinna risamótatitil en í fyrra á Opna bandaríska þegar stutt pútt fór forgörðum hjá honum.

Þannig að það er ekki nema von að hann skemmti sér vel nú, þegar risamótstitillinn og bikarinn sem honum fylgir er í höfn.

Þannig skrifaði DJ á Instagram stuttu eftir sigurinn: „Þvílík stund og að fá að deila henni með ástinni minni.“ Með skilaboðunum var mynd af honum og barnsmóður hans, Paulinu Gretzky, að kyssast.

Fleiri myndir af þeim DJ og Paulinu og Tatum syni þeirra voru síðan póstaðar og má sjá sumar þeirra með því að SMELLA HÉR: