Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2018 | 12:00

DJ og Paulina senda jólakveðju á félagsmiðlum

Meðal kylfinga, sem sendi áhangendum sínum jólakveðju á félagsmiðlunum í gær, jóladag, var Dustin Johnson (DJ).

Hann og kærasta hans Paulina Gretzky sendu hefðbundna jólamynd af sér og börnunum sínum tvö við jólatréð. DJ setti sína mynd á Twitter meðan Paulina var með sína á Instagram. Það sem er kannski óhefðbundið við myndina eru augun, það er eins og öll fjölskyldan sé haldin illum öndum, þar sem augun í öllum eru hvít – en kannski er það bara til gamans gert!!!

Jólamyndin, sem er eina opinbera myndin þar sem DJ er á Instagram hjá Paulinu, en hún á 748,000 fylgjendur á Instagram, er í hrópandi andstöðu við það sem var upp á teningnum fyrri hluta árs 2018 þegar samband þeirra stóð höllum fæti.

Í september sl. sendi DJ frá sér yfirlýsingu um samband sitt við Paulinu, nokkrum dögum eftir að hún hafði eytt mörgum myndum af honum af Instagram, sem olli umræðu um að DJ hefði haldið framhjá henni.

Meðal þess sem sagði í yfirlýsingu DJ á Twitter var:

Every relationship goes through its ups and downs, but most importantly, we love each other very much and are committed to being a family. Thank you for your love and support.

(Lausleg þýðing: „Hvert samband gengur í gegnum hæðir og lægðir, en það sem er lang mikilvægast er að við elskum hvort annað mjög mikið og erum staðráðin í því að vera fjölskylda. Þakkir fyrir elskulegheit og stuðning.“)

DJ og Paulina hafa verið trúlofuð frá árinu 2013 og eiga tvö börn.

Konan, sem átti að hafa átt í ástarsambandi við DJ birti einnig yfirlýsingu á Instagram, þar sem hún þvertók fyrir að hafa átt í sambandi við fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Dustin Johnson / DJ).

Myndir af parinu (DJ og Paulinu) af oftsinnis birtst opinberlega á Instagram hjá Paulinu Gretzky.

Hjónaleysin tvö sáust saman á Ryder Cup sl. september og birtust saman á Instagram í október þegar DJ birti mynd af þeim á Kid Rock tónleikum.