Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 18:00

DJ og Paulina eiga von á 2. barni sínu

Paulina Gretzky og nr. 3 á heimslistanum Dustin Johnson eiga von á 2. barni sínu. 

Paulina upplýsti um fréttirnar á Instagram í dag.

Jafnframt birti hún mynd af sér sitjandi í lotus-stellingunni á rúmi með heimilishundinum.

Þar er hún í húðlitaðri peysu og strýkur sér yfir magann og heldur á sónarmyndinni þar sem á stendur: „Baby Johnson no. 2″

Á Instagram síðu sína skrifaði hún jafnframt: „Coming soon…“  (Lausleg þýðing: „Kemur von bráðar….“)