Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 18:00

DJ mætir á Opna bandaríska e. fæðingu 2. barns síns

Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ), er kominn til Erin Hills til titilvarnar á Opna bandaríska og sást á æfingasvæðinu í dag.

DJ var búinn að gefa það út að hann myndi ekki fara til Erin Hills fyrr en eftir fæðingu 2. barns síns og unnustu sinnar, Paulinu Gretzky.

Skv. fréttamiðlum fæddi Gretzy 2. barn sitt, strák og ESPN fréttamaðurinn, Ian O´Connor tvítaði meðfylgjandi mynd af 2. barni DJ og Paulinu í dag með eftirfarandi orðum: „Meet the beautiful baby boy of Paulina Gretzky & Dustin Johnson. Name to come.“ (Lausleg þýðing: Sjáið fallegan strák Paulinu Gretzky & Dustin Johnson. Nafnið kemur síðar.“

Nýfæddi prins DJ og Paulinu

Nýfæddi prins DJ og Paulinu Gretzky

DJ mun verða í ráshóp með tveimur fv. sigurvegurum Opna bandaríska Jordan Spieth og Martin Kaymer.

Hann er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli sem hann hlaut þegar hann datt niður stiga á leiguhýsi sínu í Augusta, sem varð til þess að hann missti af 1. risamóti ársins, The Masters og á tímabili leit út fyrir að hann myndi ekki taka þátt í þessu móti heldur vegna fæðingu 2. sonar síns.

En nú er sonurinn fæddur og faðirinn mættur á mótsstað.