Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2015 | 18:00

DJ komst yfir ósigurinn á Opna bandaríska á sinn hátt

Við dáumst oft að hæfileika Dustin Johnson (DJ) til þess að komast yfir vonbrigði í vinnu sinni, þ.e. á golfvellinum.

Og það er ágætt að DJ hefir þennan hæfileika því það er nóg af vonbrigðum í golfinu, s.s. nánast allir vita… og fyrir DJ á þetta sérstaklega við um risamót … en honum hefir til dagsins í dag ekki tekist að sigra í einu slíku þó hann hafi verið býsna nálægt því á tíðum.

S.s. t.d. í sumar.

Þá þrípúttaði DJ og klúðraði sigri á Opna bandaríska risamótinu.

Skv. tengdaföður DJ ferðaðist DJ með Paulinu og Gretzky fjölskyldunni til Idaho eftir væntanlega mestu vonbrigði sín á golfvellinum og daginn eftir fór hópur, sem dvaldi hjá Gretzky fjölskyldunni, ásamt gestgjöfunum á golfvöllinn (minna en 24 tímum eftir vonbrigðin miklu og sársaukafullt tap DJ).

Fæstum datt í hug að DJ myndi langa til að koma með að spila golf, en þar höfðu allir rangt fyrir sér.

DJ náði hópnum á 2. holu og var algerlega hissa á því af hverju honum hefði ekki verið boðið að spila með.  DJ hélt síðan áfram að spila, sem er nokkuð sem ísknattleiksgoðsögninni, tengdaföður DJ fannst stórundarlegt.

Ég veit aðeins svo mikið“ sagði Gretzky.  „Ef ég hefði tapað Game 7 í Stanley Cup Finals, þá hefði mig sko ekkert langað til þess að fara á svellið með hóp áhugamanna daginn eftir.“   Gretzy var furðulostinn á tengdasyninum og sagðist hefðu haft fullan skilning á ef hann hefði ekki viljað spila með þeim.

En DJ var sko annarrar skoðunar.