Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2019 | 11:00

DJ bauð Meg að ganga 1 braut með sér á æfingahring

Nr. 2 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) bauð stúlku með hvítblæði og tvíburabróður hennar að ganga eina braut á æfingahring hans fyrir Northern Trust, á Liberty National.

Stúlkan, sem er kölluð „Mighty Meg“, er aðeins 9 ára og þetta var ósk hennar.

Hún naut þess greinilega að fylgjast með DJ, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Hún fékk m.a. að pútta með pútter DJ, þar sem hún sagðist hafa gaman af minigolfi.

Þetta var frábært“ sagði Meg þegar hún faðmaði pabba sinn að brautargöngunni lokinni.

Frábært að sjá atvinnumenn jafn góða og hugulsama og DJ!!!

Sjá má samskipti DJ, Meg og tvíburabróður hennar, brautina, sem þau fengu að ganga með DJ, á æfingahring hans SMELLIÐ HÉR: