Derrick valinn PGA kennari ársins 2016
Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, var útnefndur PGA kennari ársins fyrir árið 2016.
PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Derrick var einn af fimm tilnefndum kennurum.
Þetta er í þriðja sinn sem Derrick hlýtur þennan mikla heiður (2011, 2015 og nú 2016), en PGA samtökin útnefndu fyrst kennara ársins árið 2007, en sá sem þá varð fyrir valinu er hin ástsæli golfkennari Árni Jónsson.
Golf 1 óskar Derrick innilega til hamingju með þessa mikla viðurkenningu.
Hér má sjá lista yfir þá kennara sem hlotið hafa viðurkenninguna PGA kennari ársins SMELLIÐ HÉR:
Matsnefnd PGA á Íslandi tilnefndi 5 golfkennara til heiðursins PGA kennari ársins og fylgdu umsagnir um alla 5. Þeir sem tilnefndir voru, voru: Derrick Moore, Heiðar Davíð Bragason, Hlynur Geir Hjartarson, Ingi Rúnar Gíslason og Karl Ómar Karlsson
Hér má sjá umsögnina um Derrick:
Derrick er ávallt mjög metnaðargjarn þegar kemur að endurmenntun. Á þessu ári sótti hann m.a. námskeið á vegum danska PGA í byrjun mars í Kaupmannahöfn. Einnig sótti hann ráðstefnu PGA á Íslandi á Selfossi í september, þar sem hann miðlaði sinni reynslu til hópsins. Í nóvember sótti hann fyrsta stig Communicology námskeið í Austurríki.
Árangur þeirra kylfinga sem Derrick þjálfar hefur verið afar glæsilegur á þessu ári. Derrick er sveifluþjálfari Ólafíu Þórunnar og tryggði hún sér þátttökurétt á LPGA mótaröðinni eins og allir vita.
Sigurður Arnar Garðarsson og Hulda Clara Gestsdóttir tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í holukeppni og höggleik í flokkum 14 ára og yngri. Auk þeirra titla sigraði Sigurður á þremur öðrum mótum á Íslandsbankamótaröðinni og Hulda á einu. Bæði urðu stigameistarar í sínum flokkum. Ingi Rúnar Birgisson varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára, Hlynur Bergsson varð Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára og varð einnig stigameistari, Elísabet Ágústsdóttir varð Íslandsmeistari í holukeppni 17-18 ára.
Derrick vinnur ekki einungis með afrekskylfingum heldur þjálfar hann allt niður í yngstu aldursflokka, þ.e. kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Derrick er ávallt til fyrirmyndar hvað varðar þau gildi sem við viljum sjá hjá PGA meðlimum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
