Deilur milli RMac og GMac?
Paul McGinley fyrriliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum nú í ár segir að „Mac“-arnir tveir í liðinu (oft nefndir RMac og GMac) þ.e. Rory McIlroy og Graeme McDowell geti ýtt til hliðar hvaða ágreiningi sem vera kann milli þeirra og spilað saman í september þegar Evrópa hefur titilvörn sína gegn sterku liði Bandaríkjanna í Gleneagles í Skotlandi.
Fyrirliðinn bar tilbaka að vaxandi deilur hefðu komið upp milli þessara leikmanna sinna vegna deilna umboðsskrifstofa þeirra.
Rory er upp yfir höfuð í málaferlum við fyrrum umboðsskrifstofu sína, Horizon, sem enn er umboðsskrifstofa vinar hans, McDowell.
„Ég talaði við Rory þegar þeir áttu sáttasamtal í Shanghai á síðasta ári,“ sagði McGinley í viðtali við the Times. „Rory kom til mín eftir á og sagði eftir gott samtal við G-Mac:, „Allt er í fína og það er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Ég sagði „Rory það er nógu gott fyrir mig.“ Ég hef ekki talað um það síðan og svo fremi þetta snýr að mér, þá mun þetta ekki skipta neinu máli.“
„Hluti af starfi mínu er að leiða kjaftasögur hjá mér og ég er ekki að heyra neitt sem ég ætti að hafa áhyggjur af. Ef þeir komast báðir í liðið þá eru sterk líkindi fyrir því að þeir spili saman.“
Það er bara eitt sem þriðji Mc-inn þ.e. McGinley verður að athuga: Skjótt skipast veður í lofti – sérstaklega varðandi Rory. Frá því í fyrra er hann búinn t.d. búinn að hætta við brúðkaupsáform sín , hættur með Caroline Wozniacki og sögusagnir komnar á kreik um að hann sé byrjaður með írska módelinu Nadia Forde. Hlutirnir eru fljótt að breytast hjá honum. En vonandi er allt í góðu eins og McGinley virðist álíta og einhver ágreiningur milli RMac og GMac komi ekki niður á leik þeirra í Rydernum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
