Bryson DeChambeau
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 07:45

DeChambeau undirritar samning við Cobra/Puma … afturábak!

Nýliðinn Bryson DeChambeau sagði svolítið skrítið eftir undanúrslitin á U.S. Amateur  s.l. sumar, en hann sigraði síðan í mótinu.

Þegar hann var í bandaríska háskólagolfinu var hann spurður að því í viðtali hvað honum líkaði að gera þegar hann væri ekki að spila golf.

Svar DeChambeau var eftirfarandi:

Mér finnst gaman að skrifa afturábak og með vinstri hendi. Þetta er svolítið skrítið augljóslega, en það er bara ég. Ég er sérstakur og svona hlutir halda huga mínum frá golfi og hjálpa mér með fínhreyfingarnar í höndunum. Þetta skapar meiri næmni og eykur kraft heilastarfseminnar (ens. brainpower).“

Hmmm….. OK, skrítinn, öðruvísi náungi þarna á ferð …. einstakur.

DeChambeau: „Ég kann að skrifa nafn mitt öfugt og örvhent og ég get bara skrifað það ansi hreint vel. Þetta er nokkuð sem ég kem kannski til með að gera í framtíðinni, þetta er svolítið sérstakt – alveg örugglega sérstakt, augljóslega, en ég held að það aðgreini mig frá öðrum.“

Og nú í framtíð DeChambeau frá því „í denn“ sést að hann hefir reynst forspár því hann var nú nýverið að skrifa undir monstersamning við Cobra/Puma, en forsvarsemenn þess fyrirtækis hrifust mjög af þessum sérstaka og skrítna kylfingi …. sem síðan undirritaði samninginn á mjög svo skrítinn hátt …. eða afturábak!

Sjá má afturábak undirskrift Bryson DeChambeau hér á golfminjaflaggi náunga að nafni Scott Fawcett:

1-a-flagg