Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2018 | 08:00

DeChambeau um golfhring m/Trump: „Dagur sem ég mun aldrei gleyma!“

Bryson DeChambeau lék golfhring með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Um hring sinn með Trump 2. í jólum skrifaði DeChambeau á Instagram og sagði það „svo sannarlega heiður“ að hafa spilað við Bandaríkjaforseta.

Þeir félagar spiluðu á  Trump International Golf Club nálægt Mar-a-Lago.

Öldungadeildarþingmaðurinn David Perdue frá Georgíu og fyrrum atvinnukylfingurinn Dana Quigley voru einnig í holli með DeChambeau og Trump.

Þetta var dagur sem ég mun aldrei gleyma! Það skaðar heldur ekki að hafa komið sterkur tilbaka á seinni 9 og vinna leikinn! Trump forseti er svo sannarlega vanur og gera það,“ sagði DeChambeau.

Trump tók einnig hring með þeim Justin Thomas and Daniel Berger á Þorlák, þ.e 23. desember.

Með þessum golfhring á 2. jóladag eru golfhringir Trump orðnir 67.

Til samanburðar lék Barack Obama 27 golfhringi fyrsta ár sitt í embætti.

En hvorugur þeirra getur keppt við þann forseta sem á metið yfir flestu golfhringina í embætti: Woodrow Wilson, spilaði að meðaltali 150 hringi þegar hann var Bandaríkjaforseti á árunum 1913 – 1921.