Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2015 | 10:00

Day og Lahiri með stór stökk upp heimslistann

Sigurvegarar helgarinnar á PGA Tour og Evrópumótaröðinni taka stór stökk upp heimslistann.

Jason Day sem sigraði á Farmers Insurance Open eftir 4 manna bráðabana var í 8. sæti heimslistans en fer upp um 4 sæti og er nú 4. besti kylfingur heims, á eftir þeim Rory McIlroy sem er í 1. sæti; Henrik Stenson í 2. sæti og Bubba Watson, sem er í 3. sæti.

Íslandsvinurinn og Indverjinn Anirban Lahiri sigraði á Maybank Malaysia Open og fór við það upp um 36 sæti á heimslistanum.

Fyrir mótið var Lahiri í 73. sæti en er nú kominn upp í 37. sæti á heimslistanum.

Þetta er það hæsta sem bæði Day og Lahiri hafa komist á heimslistanum á golfferlum sínum.

Hér má loks sjá stöðu þeirra sem eru í 5.-12. sæti á heimslistnum þessa vikuna:

5. sæti Adam Scott fór úr 4. sæti í það fimmta, en var í 3. sæti við árslok – hann er sem sagt í frjálsu falli, þar til hann hefur keppni aftur 5. mars

6. sæti Jim Furyk

7. sæti Sergio Garcia

8. sæti Justin Rose

9. sæti Jordan Spieth

10. sæti Matt Kuchar

11. sæti Martin Kaymer

12. sæti Rickie Fowler