Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2015 | 13:00

Day með á Opna breska þrátt f. vírus

Ástralski kylfingurinn Jason Day, sem er nr. 8 á heimslistanum hefir greinst með vírus við innra eyra.

Hann ætlar sér samt að vera með á Opna breska risamótinu, sem hefst í næstu viku.

Day, dró sig úr the Byron Nelson Championship og síðan leið yfir hann á  U.S. Open eins og mörgum er enn í fersku minni, en það stafar m.a. af vírusnum.

Hinn 27 ára Day er á lyfjum og sagði að hann væri til í slaginn.

Day fór nú nýlega til læknisins Dr. John Oas, en hann er taugasérfræðingur og sérfræðingur í yfirliðstilvikum (ens. vertigo) við Ohio State. Eftir blóðrannsókn á Day og tvær svefnrannsóknir greindi Oas, Day með sýkingu í hægra eyra af völdum vírus.

Það er möguleiki að það gæti liðið aftur yfir Day, en meðölin sem hann tekur draga úr líkunum á því.

Day varð T-9 á Opna bandaríska en síðast þegar Opna breska fór fram á St. Andrews 2010 varð Day T-60.