Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 13:00

Day ekki með á Ólympíuleikunum

Nr. 1 á heimslistanum Jason Day er enn einn stórkylfingurinn sem dregur sig úr Ólympíuleikunum.

Hann sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Það er með mikilli eftirsjá að ég tilkynni að ég mun ekki taka þátt á 2016 Sumarólympíuleikunum n.k. ágúst í Rio de Janeiro. Ástæða fyrir ákvörðun minni er mögulegt smit Zika vírusins og sú hugsanlega áhætta sem það hefir á framtíðar óléttu eiginkonu minnar og heilsu annarra framtíðar fjölskyldumeðlima okkar. Ég hef alltaf sett fjölskylduna framar öllu í lífi mínu. Heilbrigðissérfræðingar hafa staðfest að jafnvel þó aðeins sé lítil áhætta þá er hún engu að síður til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Eiginkona mín Ellie og ég höfum hlotið þá blessun að eignast tvö yndisleg og heilbrigð börn og við viljum eignast fleiri.  Jafnvel þó það hafi alltaf verið markmiðið að keppa á Ólympíuleikunum f.h. lands míns þá getur golfleikurinn ekki gengið framar öryggi fjölskyldu okkar. Ég vil ekki setja þau í hættu. Ég vona að allir golf- og Ólympíuleika áhangendur virði og skilji stöðu mína. Að lokum myndi ég vilja þakka öllum sem hafa stutt mig í gegnum feril minn og óska öllum þátttakendum góðs gengis. Sérstaklega ástralska Ólympíuliðinu, þegar það reynir að láta drauma sína rætast í Rio de Janeiro.

Margir hafa þegar boðað að þeir muni ekki taka þátt t.a.m. Adam Scott og Rory McIlroy.

Aðrir s.s. Masters sigurvegarinn í ár, Danny Willett, hefir hins vegar staðfest þátttöku sína.

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna vona nú heitt og innilega að Jordan Spieth og Dustin Johnson muni ekki hætta við þátttöku, en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir.