Straits in Haven, Wis. (AP Photo/Julio Cortez)
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 11:00

Day drekkur ekki úr Wanamaker

Að nota verðlaunabikara til að drekka úr er ekki frumleg hugmynd.

Síðast á þessu ári þá bárust fréttir af Zach Johnson og fjölskyldu að gúlpa í sig Coke, vín, kampavín, bjór og vatn úr Claret Jug (verðlaunabikar Opna breska).

Síðast en ekki síst á Zach að hafa sett maískólfa í Claret Jug en hann segist þó ekki hafa etið þá.

Jordan Spieth flaug frá Skotlandi og drakk líka úr bikarnum.

Rory valdi að drekka Jägermeister úr Claret Jug 2014 eftir að hann sigraði á Opna breska.

Jason Day vill að borin sé virðing fyrir verðlaunagripum og segir því að hann muni ekki drekka úr Wanamaker bikarnum (sigurbikar PGA Championship risamótsins).

Þannig sagði Day:

Hann fer bara beint í bikarskápinn …. Það hefir ekki verið neinn vökvi í honum og ég ber bara of mikla virðingu fyrir verðlaunabikarnum til þess að vera að setja eitthvað í hann.“