Davis Love III gæti hugsað sér Tiger í Ryder Cup liði sínu 2012
Fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder Cup 2012, Davis Love III hefir látið hafa eftir sér að hann geti vel hugsað sér að fylgja fordæmi fyrirliða Presidents Cup, Fred Couples og valið Tiger í lið sitt 2012 sem spilar f.h. Bandaríkjanna í Medinah, þrátt fyrir slæmt leikform sem fyrrum nr. 1 í heiminum er í nú.
Tiger hefir ekki sigrað í 2 ár og hefir verið skugginn af sjálfum sér, eftir að hafa tekið sér frí til að sinna vandamálum í einkalífinu.
Tiger, 35 ára, sem nú er í 50. sæti heimslistans var tryggt sæti í bandaríska liðinu, sem spilar á Presidents Cup, af fyrirliðanum Fred Couples.
Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af því að einungis eru 12 mánuðir í næsta Ryder Cup, sagðist Love styðja ákvörðun Couples og sagðist myndu leita eftir að hinn 14-faldi sigurvegari risamóta (Tiger) yrði í liði sínu.
Að koma sér aftur í form
„Ég hef mikið verið spurður að því hvað ég myndi gera í stöðu Fred,” byrjaði hann „Vitið þið, maður vill svo sannarlega hafa einn besta kylfing allra tíma í liði sínu.”
„Ég vona fyrir hönd Tiger – sem vinur og vegna Tiger að hann taki þátt að fullu á næsta keppnistímabili ómeiddur og að við séum ekki í þessari stöðu; að hann sé aftur kominn í form og tilbúinn í slaginn.”
„Ég er viss um – því við vitum í raun ekkert um viðræðurnar milli Fred og Tiger s.l. mánuði, en ég er viss um að þær eru svipaðar viðræðunum við Corey, „Ég er tilbúinn að spila og ef ekki, segi ég ykkur frá því.” „Ég myndi vilja spila með Tiger Woods sem félaga í Presidents Cup eða Ryder Cup, þannig að ég myndi líklega gera nákvæmlega það sem Fred gerði, en ætla ekki að velja of snemma.”
Stuðningur á heimavelli
Í millitíðinni talaði Love um ánægju sína með þá staðreynd að lið hans muni hljóta mikinn stuðning á heimavelli í tilraun til að vinna tilbaka (Ryder) bikarinn.
Hvað sem öðru leið var hann líka fljótur til að fara fram á að íþróttamannsleg framkoma yrði í hávegum höfð í mótinu með virðingu fyrir báðum liðum. „Við erum svo sannarlega spennt fyrir að spila á heimavelli,” hélt hann áfram. „Ég hef spilað beggja vegna pollsins (Atlantshafsins þ.e. bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu) og það er svo sannarlega auðveldara þegar maður er á heimavelli. Það er örugglega auðveldara fyrir yngri kylfingana, sem ekki hafa spilað í Ryder Cup keppni á heimavelli.” „Við vonumst til að fá stuðning með bandaríska liðinu, með fullri virðingu fyrir andstæðingum okkar. Það er vonandi að áhorfendur verði spenntir, sem réttlátir. Ég veit að þegar við erum í Evrópu þá fagna evrópskir áhangendur fyrir liði sínu en sýna fyllstu virðingu. Ég held að það að spila fyrir breska og skoska áhangendur sé einn af hápunktum ársins þegar ég er á Opna breska, því þeir skilja leikinn út og inn. Ég vona að áhangendur okkar skilji að þetta er herramannsíþrótt (ens.: a gentleman´s game) og að virðingu þarf að bera fyrir báðum liðum. En mér líður eins og við verðum með 13. kylfinginn um borð í liðinu vegna þess að við erum á heimavelli.”
Sjá myndskeið frá blaðamannafundinum með fyrirliðum Ryder Cup liðana Jose Maria Olazabal liðsstjóra liðs Evrópu og Davis Love III, liðsstjóra liðs Bandaríkjanna með því að smella HÉR:
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024