Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2015 | 09:00

Davies verður fyrirliði

Golfdrottningin Laura Davies, fyrrum nr. 1 á heimslista kvenna verður fyrirliði evrópska liðsins í nýju móti með Solheim Cup fyrirkomulagi, sem heitir ‘The Queens presented by Kowa,’ sem fram fer í Miyoshi Country Club í  Japan.

Hinn 52 ára 4-faldi risamótssigurvegari hefir samþykkt áskorunina að leika og vera fyrirliði 8 kvenna sem keppa í þessu fyrsta holukeppnismóti sem fram fer í  Aichi sýslu í Japan  4-6. desember n.k.

Þetta mót er einstætt og ég hlakka til að taka þátt í því,“ sagði Davies sem er besti kvenkylfingur Bretlands og hefir unnið 79 titla á ferli sínum. „Ég elska Japan og það er ein af ástæðunum að ég vildi vera með.“

Í mótinu keppa 9 kylfingar frá öllum 4 helstu mótaröðum kvennagolfsins: ALPG, Japanska LPGA, Kóranska LPGA og Evrópumótaröðinni.

Á fyrstu tveimur dögunum verða leiknir fjórmenningur og fjórbolti og á lokadeginum þeim 3. fara fram  tvímenningsleikir.

Golfveisla í kvennagolfinu í desember framundan!!!