Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 12:00

Darren Clarke segir Tiger ekki hafa borgað reikninga þegar þeir fóru út að borða

Darren Clarke kom fram á Dubai Eye Sports Tonight Podcast og lofaði félaga sinn Tiger Woods í hástert.

Þ.e. fyrir frammistöðu á golfvellinum hér áður fyrr.

Þegar kom að því að greiða reikninga á veitingastöðum fyrir mat og drykk, þá er Tiger ekki eins í hávegum hafður.

Hér er það sem Clarke sagði:

Hann er með ansi pakkfullan bankareikning,“ sagði Clarke brosandi. „(En) hann borgaði ekki fyrir matinn þegar við fórum út að borða verð ég að segja …. það var ekki einu sinni hægt að þvinga hann til að borga fyrir mat.“

Var hann eins nískur að gefa fjölmiðlum viðtöl eins og hann var við félaga sína?“ var Clarke spurður.

Ég sagði ykkur það ekki, en jú,“ svaraði Clarke og hló