Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2012 | 20:38

Darren Clarke í hnapphelduna að nýju

Kylfingurinn Darren Clarke kvæntist í 2. sinn í gær, Alison Campell, að viðstöddu fámenni á Bahamas eyjum.

Darren, hinn 43 ára sigurvegari Opna breska 2011, kvæntist Alison, sem er 4 árum eldri en hann að viðstaddri nánustu fjölskyldu og vinum. Þeirra á meðal var Graeme McDowell með splunkunýja kærestu upp á arminn. Það var Graeme sem kynnti Darren fyrir Alison, fyrir 3 árum.

Darren sagði að Alison hefði hjálpað honum að komast yfir sorgina eftir að fyrri kona hans, Heather dó úr krabbameini, 2006.