Þegar það gerðist, þegar hann loks hélt á Claret Jug í höndunum brast eitthvað innra með honum. „Ég veit að ég verð að fara
að meðtaka að ég hafi sigrað Opna breska,“ sagði hann.
Svona er það að ná takmörkum sínum. Clarke er orðinn uppteknari en áður að standa undir afrekum sínum.
„Sigurinn á Royal St. George hefir veitt mér skilning á því að það refsar manni næstum að vinna svona stóran
sigur og standa ekki undir því í hverri viku.“
Það má með réttu segja að þessi refsing Clarke hafi verið vægðarlaus nokkra undanfarna mánuði.
Í sigurvímunni lét Clarke í ljós ósk sína um að hann gæti sett á flösku hvernig hann spilaði á ströndu Kent (þ.e. á Opna breska).
En skipið sökk og uppskriftin týndist… hann spilaði restina af árinu 2011 án hennar.
Clarke varð svo pirraður með upplag sitt og form að hann var hikandi að koma fram í þætti BBC
„Sports Personality of the Year“ (þ.e. þættinum um íþróttamann ársins á Bretlandi).
„Rory [McIlroy] á eftir að sigra oft, en það er Luke [Donald] sem á titilinn skilið,“ sagði Clarke. „Það sem hann
gerði að vinna báða peningatitlana var ótrúlegt. Ég er ekki viss um að nokkrum takist að endurtaka það.“
Clarke sér stöðugleik Donald á vellinum og er frá sér numinn. Þessi stóri maður frá Tyrone hefir ekki hlotið
það jafnaðargeð, sem þarf, til þess að skila stöðungum glæsileik í spilamennsku, viku eftir viku. Eftir sem áður
er það sem hann hefir í vopnabúri sínu nægilegt til þess að setja saman 4 daga af mikilfengleik (á golfvellinum.)
Hann hefir ekki sorfist af honum, sama hversu golftimburmennirnir eru miklir. Clarke verður að fara að skilja
að Opna breska hefir fært honum aftur glæsibraginn.
„Með þessum sigri, hefir Darren tryggt sér fulla vinnu næstu 12 árin,“ segir umboðsmaður hans, Chubby Chandler.
„Hann spilar í öllum risamótunum næstu 5 árin, ég ímynda mér að hann muni verða fyrirliði Ryder Cup og svo fær hann
undanþágu til þess að spila á öldungamótaröðinni, þangað til hann er 55 ára. Þetta er mjög þægileg tilhugsun.“
Ef aðeins Clarke gæti hugsað á svipuðum þægindanótum. Hann sér dagskrá sína frá aðeins myrkari sjónarhorni. „Ég er 43
ára og ég verð að sætta mig við að ef ég á að geta unnið annað risamót, verður það að vera á næsta ári eða þar um bil,“
segir hann.
Þaðan kemur það sem þjálfari hans nefnir „verður, verður verður“ í stað „getur, getur, getur.“
Vandamálið er bara að það er ekki hægt að kveikja og slökkva á (velgengninni); stundum gerast hlutirnir bara.
Leið Clarke til þess að viðhalda metnaði töldu sérfræðingarnir að væri líkust krossgátu.
Öll pússlin pössuðu og (golf) árið fór að taka á sig mynd. Eins og Clarke bendir á þá byrjaði það allt með einu
pútti og 1.500 pundum í eyðimörkinni 7 mánuðum áður. Það var allt og sumt sem skildi Clarke frá Ítalanum
Matteo Manassero.
„Ef ég hefði ekki komist í stað Matteo á topp 30 á Race to Dubai, þar sem maður hlýtur sjálfkrafa sæti á Opna
breska, þá myndi ég hafa þurft að fara í gegnum úrtökumót og hver veit hvað hefði skeð?“ sagði Clarke.
„Ég vissi það þegar ég byrjaði á Opna breska að það var í lagi með spilið, en ég átti hræðilegan lokahring á
Opna skoska vikuna þar áður,“ bætti Clarke við. „En æfing okkar Pete var ágæt þriðjudagsmorguninn.“
Það var á þessu augnabliki sem örlögin gripu í spilið. Það var fyrir tilviljun, að Darren hitti Dr. Bob Rotella,
íþróttasálfræðinginn, sem hann hafði ráðið á velgengisárunum, þegar hann vann 2 heimstitila og átti sæti
í Ryder Cup liðinu.
Clarke sagði Rotella frá pirringi sínum á flötunum og þeir tveir lögðust undir feld. Rotella ráðlagði Clarke
að „pútta eins og krakki“ og að „hætta að hugsa“. Mjög fljótt fór Darren að ná upp ritma bæði á flötunum og í
dagskrá sinni.
Bilað, kannski, en enginn getur þráttað fyrir að plottið virkaði. Clarke brosir þegar aðrir settu upp skeifu; hann
tók við tækifærunum meðan hinir börðust um að komst við stjórnvölinn. Þetta er fullkomið dæmi um hvernig
eigi að ráða við linksara, sem ekki gerir neinar málamiðlanir. Með þolinmæði, með stjórn og með ímyndunar-
afli.
„Hugsið ykkur bara ef ég hefði ekki flutt aftur til Portrush 18 mánuðum fyrr, þá myndi ég ekki hafa spilað allt
þetta links golf með spilafélögum mínum við aðstæður urðu til þess að þær sem voru á St. George virtust þægilegar,“
sagði Clarke. „Það var samt ekki ástæðan fyrir því að ég sneri aftur – ég sneri aftur vegna þess að það var það besta
fyrir fjölskylduna. Það átti þó mikinn þátt í því að ég sigraði.
Allt verður að taka með í reikninginn þegar Clarke lýsir því sem gerðist næst. Lexíurnar frá Opna breska voru
skýrar; Krafan um afslappað en skipulagt umhverfi er einföld. Of mikið af ruglfréttum hafa verið skrifaðar um
partýlífstíl (Clarke). Ef eitthvað þá hefir Clarke unnið of hörðum höndum og snúið sér aftur að „að-vilja-of-mikið“
hugarfari sínu.
„Ég er pirraður vegna þess að ég hef unnið af mér ras******“ sagði hann. „ Ég veit að oft er einblínt á slúðrið og
drykkjuna. Almenningur sér mig með krús af f Guinness og þá er sagt að ég sé meira fyrir það að eiga góðar
stundir en að spila gott golf. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Þegar ég er heima, slæ ég bolta 9 tíma á dag.
Á mótum er ég oft sá fyrsti á æfingarsvæðið og sá síðasti til þess að fara þaðan. Það skilar ekki alltaf ætluðum
árangri, en það er sanngjörn mælistika á vinnusiðferði mitt og hversu miið mér þykir vænt um þennan leik.“
Hann veit það sjálfur – honum þykir OF vænt um hann. Hátiðin núna gefur honum þarft færi á að slappa af.
„Meira en nokkuð annað þarf ég að setja tærnar upp í loftið með strákunum mínum [Tyrone (13) og hinum 11 ára
gamla Conor] og kærestunni minni [Alison] og hafa fjölskylduna í kringum mig,“ sagði hann. „Ég mun þá verða
fær um að horfa í meira jafnvægi á hvaða þýðingu þetta ár hefir haft fyrir mig. Það er ekki hægt að skipuleggja
það að sigra á Opna breska. Ég myndi ekki vilja hafa það á neinn annan veg, auðvitað ekki. En á sama tíma
hlakka ég til að vera loksins fær um að meðtaka það sem gerðist.“
„Ég vil vinna fleiri mót. Ég verð að finna aðferð til þess að sigra þau sem risameistari.“
Umboðsskrifstofan hans sér líka um málin fyrir hann. Hún er að leita að líkamsræktarþjálfara til þess að vinna
með og ferðast með Clarke til þess að hjálpa honum að skerpa einbeitinguna og hafa stjórn á mataræði hans.
Fyrir Clarke er ferðin ekki á enda. Í raun, er hún líklega rétt að byrja.