Danny Willett biðst afsökunar á tvíti bróður síns
Peter J. Willett, bróðir Masters sigurvegarans og Ryder Cup liðsmannsins, Danny Willett, skrifaði skammaryrða hlaðna meinhæðna en að margra mati fyndna færslu á Twitter – sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: þar sem hann sagði m.a. um stuðningsmenn bandaríska Ryder Cup liðsins að evrópska liðið yrði að „þagga niður í þessum grúpíum.“
Kennarinn PJ Willett lýsir þar bandarískum áhangendum sem „reiðum“ og „óþvegnum“ og vísar til þeirra sem „feitra, vitlausra, gráðugra, bastarða án nokkurs klassa.„
Auðvitað hafa skrif PJ haft tilætlaðan árangur – þau hafa reitt stuðningsmenn bandaríska Ryder liðsins til reiði.
Jafnframt óskammfeilni sinni bætti PJ við að hann bæði bandaríska áhangendur sína afsökunar, en „hann hefði meint hvert einasta orð.“
Bróðir PJ, Danny Willett sagði um tvít PJ: „Ég vil bara biðja alla afsökunar á því sem sagt hefir verið.“
„Þetta eru augljóslega ekki hugsanir mínar eða liðsins eða fyrirliðans Darren (Clarke). Ég talaði við hann (PJ) í símann eftir að athygli mín hafði verið vakinn á því hvað var sagt og hvað hefði gerst.“
„Og ég sagði við Pete að ég væri vonsvikinn yfir hvað hann hefði skrifað um bandarísku áhangendurna, sem augljóslega tóku mig undir verndarvæng sinn á frábæran máta í apríl (á Masters).“
Clarke sagði að Danny hefði verið biturlega vonsvikinn yfir því sem PJ skrifaði.
Danny Willett bað fyrirliða bandaríska liðsins Davis Love III, afsökunar og sagði um fund þeirra: „Hann (Love) tók þessu mjög vel og ég held að hann hafi dregið línu fyrir sig og lið sitt. Þannig að vonandi geta allir gert það sama og vonandi getum við haldið áfram og haldið frábært mót.„
Clarke hafði áður lýst yfir óánægju sinni með skrif PJ og sagði: „Þetta er ekki það sem lið Evrópu stendur fyrir.“
„Ég var augljóslega mjög vonsvikinn, líka, vegna þess að þetta er persóna sem stendur utan við okkur sem er að tjá skoðun sína sem er ekki okkar.“
Love sagði að hann hefði staðist freistinguna að lesa tvít PJ.
„Ef ég les það verð ég bara reiður. Ef ég les það fer ég í vörn. Þannig að ég reyni bara að leiða það hjá mér.“
Það á eftir að koma í ljós hver áhrif skrif PJ hafa, sem innihéldu margar móðgandi athugasemdir, reyndar svo steríótýpískar að það var ekki hægt annað en að álíta þær hlægilegar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
