Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2016 | 09:00

Danny Lee „betrumbætir“ plaköt af Jordan Spieth

Ástralski kylfingurinn Danny Lee á ekki von á góðu frá félögum sínum á PGA Tour eftir að hann tók sér tússpenna í hönd og krotaði inn á plaköt af þeim félögum Jordan Spieth og Rickie Fowler.

Hann „betrumbætti“ plakötin m.a. þannig að hann bætti við nefhárum, sverti tennur golfstjarnanna o.s.frv.

„Þetta er allt í lagi Jordan,“ sagði Lee hlæjandi. „Ég bæti bara við hárum á þig og fæ þig til að líta yngri út.“

Nú er Lee sjálfur orðinn skotskífa fyrir allskyns prakkarastrik.

Plakat af honum sjálfum er nefnilega ókrotað þarna og bíður bara upp á að einhver taki verkið að sér …..

Sjá má myndskeið af „betrumbót“ Danny Lee á plakötunum af Spieth og Fowler með því að SMELLA HÉR: