Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 12:00

Danielle Kang með 3. ásinn á LPGA móti

Bandaríski kylfingurinn Danielle Kang náði að setja niður 2. ásinn sinn á 8 dögum, þegar hún setti niður 158 yarda par-3 17. holuna með 7-járninu á 2. hring  LPGA Taiwan Championship.

Danielle Kang

Danielle Kang

Hún vann sér inn Audi A6 T2.0.

„Ég var reyndar að hugsa um holu í höggi, vegna þess að ég hafði snert bílinn,“ sagði Kang. „Mig langaði virkilega í þennan bíl. Þannig að ég miðaði aðeins til hægri og brotið var rétt.  Þetta var OK. Ég hitt á holubarninn, þetta var eins og kragi og fór bara beint ofan í holu.

Í síðustu viku á 1. hring Blue Bay LPGA í Kína fékk hin 22 ára Kang ás, með 8-járninu sínu, á 155 yarda par-3 17. holuna og vann þá Buick La Crosse.

Buick Lacrosse 2014

Buick Lacrosse 2014

„Allir voru að segja: „Ertu að grínast í mér? Aftur? Annar bíll? sagði Kang.

Bara þá þessu keppnistímabili er Kang komin með 3 ása á LPGA móti og er búin að jafna met sem Tracy Kerdyk setti 1991 og sem jafnað var af Charlotta Sörenstam árið 2002.

Þriðji eða þ.e.a.s. 1. ás Kang þetta keppnistímabilið kom á LOTTE Championship í apríl s.l. í Hawaii.

Kang fékk líka ás í skemmtimóti (þ.e. ekki í atvinnumannsmóti) og hefir alls sett niður 8 ása á ferli sínum.