Daníel Ísak Steinarsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 08:30

Daníel Ísak lauk keppni T-13 á Möltu

Daníel Ísak Steinarsson, GK tók þátt í Malta Junior Main Open Competition 2018, en mótið fór fram í Royal Malta Golf Club, dagana 26.-28. mars 2018 og lauk hann því keppni í gær.

Komast má á heimasíðu þessa klúbbs, sem stofnaður var 1888 með því að SMELLA HÉR: 

Þátttakendur í mótinu voru 94.

Daníel Ísak lék mótshringina 3 á samtals 20 yfir pari, 224 höggum (74 68 82) og varð jafn 2 Þjóðverjum í 13. sæti.

Daníel Ísak átti glæsilegan 2. hring, þar sem hann lék völlinn á 68 höggum, sem er par vallar, en mjög fá viðlíka skor sáust í mótinu. Fyrir lokahringinn var Daníel Ísak í 3. sæti.

Hann féll hins vegar aðeins niður skortöfluna eftir lokahringinn, sem hann spilaði á 14 yfir pari eða úr 3. sætinu í það 13.

Telja verður árangur Daníels Ísaks glæsilegan, en hann var meðal efstu 16% í mótinu!

Sjá má lokastöðuna í Malta Junior Main Open Competition 2018 með því að SMELLA HÉR: 

Aðalfréttagluggi: Daníel Ísak Steinarsson. Mynd: Golf 1