Daníel Ísak Steinarsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2020 | 12:00

Daníel Ísak fór einn íslensku piltanna g. niðurskurð og lauk keppni T-47

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Orlando International Amateur mótinu, sem fram fór í Orange County National Golf Center & Lodge í Flórída, dagana 28.-30. desember 2019.

Þetta voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, GR; Daníel Ísak Steinarsson, GK; Hlynur Bergsson, GKG og Kristófer Karl Karlsson, GM.

Spilað var á tveimur völlum; Crooked Cat (par-72) og Panther Lake (par-71).

Mótið var stórt þ.e. þátttakendur 205 og gríðarsterkt.

Daníel Ísak var sá eini af íslensku piltunum 4 sem komst í gegnum niðurskurð og lauk keppni jafn 6 öðrum kylfingum í 47. sæti.

Hann lék á samtals á 2 yfir pari, 216 höggum (68 74 74). Flott hjá Daníel Ísak að vera í efri fjórðungi keppenda!!!

Sigurvegari í mótinu varð bandaríski kylfingurinn Kyle Cox, en sigurskorið var samtals 15 undir pari. Hann hafði nokkra yfirburði, þar sem hann átti heil 6 högg á þá tvo sem deildu 2. sæti, landa sína þá Justin Tereshko og Paul Swindel, sem léku á samtals 9 undir pari, hvor.  E.t.v. eru þessi 3 efstu framtíðarnöfnin í heimsgolfinu!!!

Sjá má lokastöðuna á Orlando International Amateur mótinu með því að SMELLA HÉR: