Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 14:00

Daly vinnur fyrsta mót sitt í áratug

OK, þannig að þetta var bara eitthvað mót í Tyrklandi sem hét Beko Classic …. og sigurtékkinn aðeins upp á 8000 dollara (u.þ.b. 1 milljón íslenskra króna) …

en engu að síður ….

John Daly er aftur farinn að sigra mót og það eftir áratug af sigurleysi!!!

Já þessi John Daly sem síðari ár hefir verið meira þekktur fyrir skrautlegan golffatnað en framúrskarandi spilamennsku í golfi!!

Daly hóf keppni á glæsihring, 64 höggum og lauk mótinu á 72 höggum í þessu 54 holu móti sem var haldið af PGA samtökum Evrópu.

Síðasti sigur hins tvöfalda risamótsmeistara Daly var á Buick Invitational , árið 2004.