Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 07:00

Daly með kylfukast

John Daly dansaði línudans á niðurskurðarlínu PGA Championship í gær, föstudaginn 14. ágúst 2014 – þegar kom að par-3 7. braut  Whistling Straits, sem endanlega gerði út um allar vonir hans um að ná niðurskurði í PGA Championship risamótinu.

Daly ýtti teighögg sitt til hægri þannig að það fór í Michigan vatn – Hann tók dropp en sagan endurtók sig og boltinn lenti í vatninu.

Hann tók aftur dropp – sló aftur teighögg …. og boltinn fór í vatnið í 3. sinn. 10 högg á par-3 holu!!! Vöðvaminni? Hræðsla? Sambland af þessu tvennu?

Daly var brjálaður yfir þessu og henti óheillakylfunni út í Michigan vatn …. enda auðvitað allt ólukkans kylfunni að kenna.

Ungur drengur í bát fiskaði síðan kylfu Daly upp – við fagnaðaróp áhorfenda.

Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR: