
Daly hunsaði ekki South African Open
Skipuleggjendur South African Open segja að kylfingurinn umdeildi John Daly hafi ekki hunsað mótið; hann hafi einfaldlega ekki getað ferðast til Jóhannesarborgar á tilskyldum tíma.
Skipuleggjandinn Mbali Ngqula vísaði á bug sögusögnum um að Daly hefði neitað að spila í sameiginlegu móti Sólskinstúrsins og Evrópumótaraðarinnar eftir að hafa gengið úr miðju móti á Opna ástralska nú nýverið þegar hann sló 6 högg í vatnshindrun og bar fyrir sig að hann hefði verið boltalaus eftir það.
Ngqula sagði í gær: „Það er rangt að ýja að því að John hafi hunsað boð okkar, hann gerði ekkert í þá áttina.“
Ngqula sagði að Daly hefði sýnt því „mjög mikinn áhuga“ til að spila á South African Open, en hefði bara ekki getað náð þangað í góðan tíma.
Skipuleggnandinn bætti við að hinn tvöfaldi sigurvegari risamóta, sem í dag er betur þekktur sem „The Wild Thing“ hefði gefið í skyn að hann hefði áhuga á að spila á African Open í Suður-Afríku snemma á næsta ári.
Heimild: ESPN Golf
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)