
Daly hunsaði ekki South African Open
Skipuleggjendur South African Open segja að kylfingurinn umdeildi John Daly hafi ekki hunsað mótið; hann hafi einfaldlega ekki getað ferðast til Jóhannesarborgar á tilskyldum tíma.
Skipuleggjandinn Mbali Ngqula vísaði á bug sögusögnum um að Daly hefði neitað að spila í sameiginlegu móti Sólskinstúrsins og Evrópumótaraðarinnar eftir að hafa gengið úr miðju móti á Opna ástralska nú nýverið þegar hann sló 6 högg í vatnshindrun og bar fyrir sig að hann hefði verið boltalaus eftir það.
Ngqula sagði í gær: „Það er rangt að ýja að því að John hafi hunsað boð okkar, hann gerði ekkert í þá áttina.“
Ngqula sagði að Daly hefði sýnt því „mjög mikinn áhuga“ til að spila á South African Open, en hefði bara ekki getað náð þangað í góðan tíma.
Skipuleggnandinn bætti við að hinn tvöfaldi sigurvegari risamóta, sem í dag er betur þekktur sem „The Wild Thing“ hefði gefið í skyn að hann hefði áhuga á að spila á African Open í Suður-Afríku snemma á næsta ári.
Heimild: ESPN Golf
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024