Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2011 | 11:00

Daly hunsaði ekki South African Open

Skipuleggjendur  South African Open segja að kylfingurinn umdeildi John Daly hafi ekki hunsað mótið; hann hafi einfaldlega ekki getað ferðast til Jóhannesarborgar á tilskyldum tíma.

Skipuleggjandinn Mbali Ngqula vísaði á bug sögusögnum um að Daly hefði neitað að spila í sameiginlegu móti Sólskinstúrsins og Evrópumótaraðarinnar eftir að hafa gengið úr miðju móti á Opna ástralska nú nýverið þegar hann sló 6 högg í vatnshindrun og bar fyrir sig að hann hefði verið boltalaus eftir það.

Ngqula sagði í gær: „Það er rangt að ýja að því að John hafi hunsað boð okkar, hann gerði ekkert í þá áttina.“

Ngqula sagði að Daly hefði sýnt því „mjög mikinn áhuga“ til að spila á South African Open, en hefði bara ekki getað náð þangað í góðan tíma.

Skipuleggnandinn bætti við að hinn tvöfaldi sigurvegari risamóta, sem í dag er betur þekktur sem „The Wild Thing“ hefði gefið í skyn að hann hefði áhuga á að spila á African Open í Suður-Afríku snemma á næsta ári.

Heimild: ESPN Golf