Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2011 | 08:00

Adam Scott neitar því að kynþáttaníð Steve Willams hafi kostað sig sigursæti í Sheshan

Adam Scott hefir borið tilbaka staðhæfingar um að kynþáttaníð kylfubera hans, Steve Williams, hafi kostað hann sigurinn á HSBC Champions mótinu í Sheshan og segir Ný-Sjálendinginn (Williams) hafa haft góð áhrif á leik sinn.
Adam var í 3. sæti fyrir lokahringinn á heimsmótinu í Shanghaí (þ.e. HSBC-mótinu) en skilaði hring vonbrigða upp á 73 högg og varð T-11.
Varðandi áhrif ummæla Steve Williams á leik sinn sagði Adam Scott: „Ég tel ekki að þau hafi haft áhrif á golfsveiflu mína. Ég myndi segja að það væri bara tilviljun (að lenda í 11. sæti). Hann (Steve Williams) er hluti af liði mínu og það var allt mjög ógæfulegt og mér fannst ef ég segði mitt álit þyrfti ég ekki að fást við þetta meir. Þetta var mjög óheppilegt og við þörfnumst ekki svona í golfleiknum og ég vildi ljúka þessu og mér finnst að ég hafi gert það. Allir hafa sitt álit á málinu, en ég hef staðið við mitt og hef sagt allt ég hef að segja um þetta.“
Adam Scott sagðist ánægður að Williams og Woods hefðu tekist í hendur og hreinsað andrúmsloftið í gær, þriðjudaginn 8. nóvember.  
Scott skildi við kylfusvein sinn til fjölda ára, Tony Navarro s.l. maí og fékk Steve Williams „að láni“ hjá Tiger í 2 mót þegar Tiger var meiddur og frá keppni.  Þegar Woods sparkaði Williams í júlí, réði Adam Scott hinn 47 ára Williams í fullt starf.
„Það var algjör heppni að ég fékk annan hágæða kylfusvein, sem er bara alls ekki auðvelt,“ sagði Adam. „… Það er búið að vera ánægjulegt að umskiptin yfir í samtarf við annan kylfusvein hafi farið vel fram því jafnvel þótt maður nái sér í frábæran kylfusvein þá fara persónuleikarnir ekki endilega saman, en ég held einmitt að við Steve náum mjög vel saman.“

Á heimasíðu Adam Scott segir að hann hefji leik á The Lakes í dag. Fyrst á dagskrá er blaðamannafundur kl. 11:30 og síðan byrjar Pro-Am mótið fyrir Australian Open. Scott sagði hann hefði náð að æfa í gær áður en fór að rigna . Hann sagðist hlakka til að spila við Matt Kuchar og John Senden á morgun.  Adam á rástíma kl. 12:00 að staðartíma.

Heimild: Heimasíða Adam Scott og PGA Tour of Australasia