Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2019 | 15:00

Dagbjartur varð T-6 á Ítalíu!!!

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í sterku móti á Ítalíu, Campionato Internazionale D´Italia Maschile, þar sem þátttakendur voru 131.

Spilað var í Acaya Golf & Country klúbbnum í bænum Vernole, rétt hjá Lecce á Ítalíu.

Dagbjartur lauk keppni í 6. sæti, sem hann deildi ásamt Hollendingnum Kiet Van Der Veele.

Þetta er sérlega glæsilegur árangur hjá Dagbjarti!!!

Hann lék á samtals 6 yfir pari, 290 höggum (71 76 72 71).

Viktor Ingi Einarsson, GR, tók einnig þátt í mótinu, en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Sjá má lokastöðuna á Campionato Internazionale D´Italia Maschile með því að SMELLA HÉR: