Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2018 | 18:00

Dagbjartur úr leik í Frakklandi

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í Michel Carlhian Trophy, sem fram fór á St. Germain golfvellinum í St.Germain-en Laye, í Frakklandi.

Mótið stóð dagana 29. mars – 2. apríl 2018.

Þátttakendur voru 120 og er um að ræða eitt alsterkasta piltamót Evrópu.

Spilaðir eru tveir höggleikshringir og að þeim loknum komast 32 efstu í holukeppni sem spiluð er næstu 3 daga.

Dagbjartur lauk keppni T-102 þ.e. varð jafn 4 öðrum í 102. sæti mótsins, en hann lék á samtals 157 höggum (76 81) og er úr leik, þ.e. komst ekki í holukeppnishluta mótsins.

Engu að síður: Vel af sér vikið, þetta mót á sér langa hefð og er ekki það auðveldasta!!!

Sigurvegari mótsins er 2 árum eldri en Dagbjartur, Andrea Romano frá Ítalíu.

Sjá má úrslitin í Michel Carlhian Trophy með því að SMELLA HÉR: 

Aðalfréttagluggi: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1