Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 08:00

Dagatal 2012 með Paulu Creamer komið út í Japan

Í Japan er komið út dagatal 2012, en það er prýtt myndum af bandaríska kylfingnum Paulu Creamer. Paula hefir gefið út slíkt dagatal undanfarin 4 ár, eða allt frá 2007 í samvinnu við Golf Digest Japan. Því miður er ekki hægt að kaupa eintök utan Japan, þannig að ef einhver kylfingur er á leið til Japan er ekki úr vegi að skella sér á eintak. Einnig sjást eintök japanskra dagatala með myndum af Paulu til sölu á eBay, af og til. Paula Creamer er mjög vinsæl í Japan og hefir oft rætt um það hversu vel henni líki við Japan, bæði land og þjóð.