Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2015 | 05:30

Creamer setur niður pútt á háum hælum – Myndskeið

Þið munið e.t.v. eftir arnarpúttinu flotta sem gulltryggði sigur Paulu Creamer í fyrra í Singapore, þar sem Creamer vann fyrsta LPGA titil sinn í yfir 4 ár, þ.e. 2. mars 2014 á HSBC Women´s Champions.

Þetta var eitt albesta pútt í golfinu á árinu 2014.

Og svo sannarlega eitt af betri augnablikum Creamer.  Hún reyndi að endurtaka púttið fyrr í vikunni, en hún er nú í Singapore, þar sem hún kemur til með að freista þess að verja tiitl sinn á HSBC Women´s Champions. Púttið tókst ekki.

Hins vegar var hún á minigolfbraut í háhæluðum skóm og spariklædd í galakvöldi fyrir HSBC mótið og þar tókst henni að setja niður ekki síður flott pútt…. og það að Michelle Wie og nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydiu Ko ásjáandi!

Hér má sjá Creamer á háhæluðum skóm setja niður risalangt pútt, en á undan sjáum við arnarsigurpúttið  SMELLIÐ HÉR: