Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2015 | 10:00

Couples of afslappaður?

Bandaríska sérsveitin, sem vinna á undirbúningsvinnuna fyrir Ryder Cup 2016 var að sögn ekkert of hrifið af Fred Couples, sem fyrirliða, vegna þess að þeim þótti hann of afslappaður.

Hann var t.a.m. alltaf of seinn eða fjarverandi frá fundum með liðinu þegar hann var aðstoðafyrirliði 2012

Síðan þykir hann ekki vanda nægilega til verka og m.a. vísað til þess að hann sendi Jim Furyk SMS í stað þess að hringja í hann til þess að segja Furyk að hann yrði ekki í Forsetabikarsliði sínu.

Nú er Furyk einn af 8 sérsveitarmönnum Ryder Cup liðs Bandaríkjanna og það hefir eflaust ekki hjálpað Couples heldur.

A.m.k. ljóst að Davis Love III fær nú tækifæri til þess að bæta fyrir „kraftaverkið í Medinah,“ en Couples verður ekki fyrirliði.