Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2022 | 22:00

Cooper Dossey spilaði á 58 höggum!

Kylfingurinn Cooper Dossey fáum kunnur. En leggið nafnið á minnið og munið hvar þið lásuð um Dossey fyrst!!! Hér á Golf 1 !!!!

Dossey spilar í Bandaríkjunum á einni af minni mótaröðunum; All Pro Tour og var þar áður í bandaríska háskólagolfinu, þar sem hann spilaði með skólaliði Baylor.

Á einu mótanna á All Pro Tour, Coke Dr. Pepper Open, náði Dossey þeim glæsilega árangri að spila á 58 höggum.

Á hringnum fékk hann 11 fugla og 1 örn – ótrúlegt!!! Í móti þar stuttu áður átti hann hring upp á 59 högg!

Hann sigraði á Coke Dr Pepper Open, en átti þó bara 1 högg á næsta mann!

Sjá má lokastöðuna á Coke Dr Pepper Open með því að SMELLA HÉR: 

Dossey er spáð miklum frama í bandarísku golfi og var m.a. sem áhugamaður í sigurliði  Walker Cup.