Colsaerts ánægður að spila aftur í Evrópu
Nicolas Colsaerts er yfir sig ánægður að vera aftur að spila á evrópskri grund, en hann tekur þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, KLM Open í Hollandi.
Belgíska Ryder bikars stjarnan hefir skipt tíma sínum á milli móta á PGA Tour og Evrópumótaraðarinnar í ár, en þó mun meir í Bandaríkjunum.
Hann er nú glaður að vera aftur kominn „heim.“
„Ég hef spilað í Bandaríkjunum og í raun ekki svo mikið hér (í Evrópu) og ég hef saknað þess og hlakka til mótanna í lok ársins og að spila velli sem ég þekki,“ sagði Colsaerts.
„Þetta er líklega það mót sem er næst heimili mínu (í Belgíu) þannig að það hefir alltaf verið sérstakt í mínum augum. Ég hef kynnst fólki hér í gegnum árin og það er alltaf frábært í að styðja mótið.“
Colsaerts, sem nú er 30 ára vonast eftir fyrsta sigri sínum í ár, en hann hefir 5 sinnum verið meðal 10 efstu í mótum Evrópumótaraðarinnar.
„Ég tók mér nokkurra vikna frí, vegna þess að ég hef spilað mikið af golfið á s.l. 18 mánuðum,“ bætti Colsaerts við. „Þar sem Ryder bikarinn var á síðasta ári var ég að eltast við stigin til þess að komast í liðið og svona mikið spil tók sinn toll af mér líkamlega. Ég held að ég hafi spilað í 30 mótum á síðasta ári og dagskrá mín í ár hefir verið næstum því eins þétt og þar að auki hef ég þurft að ferðast mikið milli Bandaríkjanna og Evrópu.
„Þannig að ég þarfnaðist hvíldar og ég byrjaði að slá bolta aftur fyrir 5 dögum síðan. Það var svolítið skrítið fyrst – ég man ekki eftir síðasta skiptinu sem ég hef tekið mér svona langt frí. En það var mér nauðsynlegt og mér líður betur nú.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
