Colin Montgomerie telur afstöðu PGA Tour um að leggjast gegn banni á löngum pútterum opna ormagryfju
Colin Montgomerie, sem 8 sinnum var nr. 1 í Evrópu, lýsti því yfir að ef PGA Tour leggst gegn banni á löngum pútterum (belly-um og kústsköftum), sem styðjast við líkamann þegar púttstrokan er tekin, þá sé verið að opna ormagryfju.
Forsvarsmenn PGA Tour og PGA of America, sem eru m.a. skipuleggjendur PGA Championship risamótsins og Ryder bikarsins hafa sett fram greinargerð fyrir bandaríska golfsambandið (USGA) þar sem þeir lýsa sig ósammála tillögu sambandsins um að banna löngu pútterana.
Finchem hélt þvi m.a. fram s.l. sunnudag að PGA Tour hefði samþykkt að ganga gegn vilja USGA og R&A ef bannið kemur til framkvæmda.
Reyndar upplýsti Finchem að 13 af 15 meðlimum í ráðgjafanefnd PGA Tour væru á móti banninu.
„Við upplýstum USGA um afstöðu okkar í síðustu viku og ráðgjafanefndin ákvað að við ættum að vera á móti því (banninu) og við komum því á framfæri við USGA,“ sagði Finchem.
„Ég vil að það sé ljóst að við styðjum USGA og sambandið er í hávegum haft hjá okkur en við vorum beðnir um álit og teljum að það að fara þessa leið (þ.e. að banna löngu pútterana) myndi vera mistök. Þannig að nema séu til staðar brýn rök fyrir breytingum, þá ætti ekki að (breyta reglunum og banna pútterana).
„Og USGA hefir talið að það sé ekki betri árangur við að styðja pútterinn við líkamann í púttstrokunni og það saman með þeim mikla fjölda áhugamanna sem e.t.v. myndi hverfa frá íþróttinni og leikmenn eins og Webb (Simpson) og Keegan (Bradley) sem hafa alist upp með löngu pútterunum þá er þetta (bannið) neikvætt.“
En Monty sem notar magapútterinn í keppnum, lýsti því yfir að afstaða PGA Tour og PGA of America gengi gegn meginreglum golfíþróttarinnar.
„Þetta mun aðeins opna nýjar ormagryfjur,“ sagði Monty á SKY Sports (ens: “It will just open up a whole new can of worms,”)
„Ég hélt, líkt og við öll gerum að golfreglur væru ákveðnar af R&A og USGA, en Tim Finchem hefir augljóslega aðrar hugmyndir um það.“
„Það verður auðvitað að taka með í dæmið hvað Evrópumótaröðin telur að gera eigi, líka.“
„Það er mitt álit að við eigum að halda okkur við ákvarðanir R&A og USGA.“
„Löngu pútterarnir, hvort sem hefði átt að banna þá fyrir 20 árum eða ekki, ættu nú að vera bannaðir og Peter Dawson (framkvæmdastjóri R&A) hefir rétt fyrir sér og Mike Davis hjá USGA, líka og þeir tveir hafa átt í samvinnu við margar nefndir og þeir ákveða golfreglurnar, sem við ættum að fara eftir.
„Þannig að ef PGA Tour ætlar nú að ganga gegn þessu og segja leikmenn okkar muni ekki hlýta reglunum og við munum vera með staðarreglu þar sem leyfilegt er að styðja púttera við líkamann – það er ekki rétt,“ sagði Monty.
„Hvað gerist þegar leikmennirnir taka þátt í US Open risamótinu, sem USGA hefir yfirumsjón með eða Opna breska sem lýtur stjórn R&A? Þýðir það að leikmenn verða að nota mismunandi púttera vegna mismunandi reglna?
„Þetta er mjög hættulegt, mjög hættuleg staða sem við erum að koma okkur í,“ sagði Monty loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
