Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2015 | 09:40

Clarke segir Westy ekki öruggan í Ryder bikars lið Evrópu

Darren Clarke segir að vinur sinn Lee Westwood sé langt frá því að eiga öruggt sæti í liði Evrópu í Ryder bikarnum.

Lee Westwood er nú í 43. sæti heimslistans og hefir ekkert gengið neitt sérlega vel að undanförnu.

Hann er líka á 43. aldursári (þ.e. 42 ára) og margir yngri og upprennandi, sem e.t.v. ættu skilið tækifæri.

Alltaf erfitt að meta reynslu v. sprengikraft þeirra sem vilja sanna sig og eiginlega gott að hafa hvorutveggja í liðinu.

Darren Clarke hefir látið frá sér fara að hann vilji hafa Westy í liði sínu; hann verði bara að ávinna sér sætið og geti ekki treyst á að hann velji hann, ef það bregst.

Ryderinn er á næsta ári í Hazeltine í Bandaríkjunum.