Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 11:00

Clarke og Singh fyrirliðar í EurAsia Cup

Það eru Darren Clarke og og Indverski snillingurinn Jeev Milkha Singh sem verða fyrirliðar í Evrasíu bikarnum.

Mótið sem er með Ryder bikars fyrirkomulagi fer fram dagana 15.-17. janúar 2016.

Fyrsta Evrasíu bikars mótið fór fram í fyrra. Þá fóru leikar svo að það varð jafnt á með liðunum 10 – 10.

Helsti styrktaraðili mótsins er DRB-HICOM, sem er eitt af stærstu fyrirtækjasamsteypum Asíu.

Mótið mun fara fram í  Glenmarie Golf and Country Club.

Mótið er í rauninni win-win þ.e. bæði lið hljóta verðlaun: sigurliðið þó þrefalt hærri þ.e. $3.6 milljónir en tapliðið $1.2. milljónir.