Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 06:50

Cindy Davis forseti NIKE segir af sér

Cindy Davis, 52 ára forseti Nike Golf frá árinu 2008 tilkynnti í fréttatilkynningu í gær að hún hygðist segja af sér. Cindy er fyrsta konan, sem rís til æðstu metorða í golfútbúnaðarfyrirtæki á heimsmælikvarða.

Cindy Davis ásamt Rory McIlroy

Cindy Davis ásamt Rory McIlroy

Jaime Martin, varaforseti og framkvæmdastjóri  Nike Global Categories, sagði „Við þökkum Cindi fyrir stjórn hennar gegnum árum en hún hefir verið í forystu þróunar og vaxtar Nike Golf Business worldwide. Undir forystu Cindy hefir Nike Golf stöðugt skilað hagnaði ár eftir ár frá árinu 2009.“

Davis var fyrst framkvæmdastjóri Nike Golf árið 2004. Fjórum árum síðar var hún orðinn forseti fyrirtækisins. Áður en hún kom til Nike var hún varaforseti Golf Channel og vann hjá Arnold Palmer Golf og á LPGA.

• Hægt er að lesa ítarlega samantekt um Cindy Davis (á ensku) með því að smella á feitletruðu stafina hér:

Skv. Kate Meyers framkvæmdastjóra á alþjóðasamskiptasviði Nike mun Davis hafa stjórnina hjá Nike Golf þar til eftirmaður hennar verður tilnefndur.

Cindy Davis spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Furman í Greenville Suður-Karólínu, þar sem Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, var við nám og spilaði með golfliði háskólans.  Cindy er með gráðu í hagfræði frá Furman og MBA gráðu í markaðsfræðum og fjármálum frá Maryland.