Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2011 | 16:00

Chubby Chandler græðir á samningum Rory næstu 4 árin

Í Golf Digest kom fram að búið sé að ganga óafturkræft frá öllum meiriháttar samningum Rory McIlroy  til ársins 2015.  Það þýðir að á þeim tíma fær umboðsskrifstofa Chubby Chandler, IMS  £10 milljóna umboðslaun og lítið svigrúm er fyrir nýju umboðsskrifstofu Rory, Horizon, til samninga á þeim tíma.  Nema…. þeir fá að búa til nýja vefsíðu fyrir hann og geta samið við kærustu hans, tennisstjörnuna Caroline Wozniaki.

T.d. í styrktarsamningi, sem Rory er með við spænska bankann Santander, mun bankinn áfram greiða ISM  £1 milljón árlega næstu 4 árin.

Þrátt fyrir að hafa sagt skilið við Chubby, er Rory enn samningsbundinn honum til langs tíma. Auglýsingasamningur sem IMS náði handa Rory við lúxus úraframleiðandann Audemars Piguet er annað dæmi, en hann var gerður til ársins 2014 og fær IMS öll umboðslaun.

Horizon getur ekki vænst að græða á samningi sínum við Rory McIlroy fyrr en 2016 hið fyrsta.