Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 13:30

Chris Como er nýr sveifluþjálfari Tiger

Ein eftirsóttasta staða innan golfsins hefir verið fyllt: Tiger er búinn að ráða sér nýjan sveifluþjálfara og sá heitir Chris Como.

Chris Como er huggulegasti náungi!!!

Chris Como er huggulegasti náungi!!!

Tiger tvítaði eftirfarandi:

„Happy to have Chris Como consulting and working with me on my swing. I’m excited to be back competing.“

(Lausleg þýðing: Ánægður með að hafa Chris Como mér til ráðgjafar og til þess að vinna með mér í sveiflu minni. Ég er spenntur fyrir að vera aftur farinn að keppa.“)

Como, sem er 37 ára, er með bækistöðvar í Plano, Texas, og hefir m.a. verið útnefndur af Golf Digest sem einn af  „bestu ungu golfkennurunum“ ársins 2013.

Tvít Tiger Woods varð til þess að fjölmargir fóru á vefsíðu Como til þess að kynna sér kauða, sem varð til þess að síða hans „crash-aði“ nokkrum mínútum eftir tvít Tiger.