Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2022 | 02:00

Chevron 2022: Kupcho vann 1. risatitil sinn á 1. risamóti ársins

Það var bandaríski kylfingurinn Jennifer Kupcho, sem stóð uppi sem sigurvegari á 1. risamóti ársins í kvennagolfinu, Chevron meistaramótinu.

Sigurskor Kupcho var 14 undir pari, 274 högg (66 – 70 – 64 – 74).

Sigurtékki Kupcho var $ 750.000,- (u.þ.b. 96,4 milljónir íslenskra króna, sem er  mesta verðlaunafé, sem hægt er að vinna sér inn í kvennagolfinu)

Í 2. sæti varð Jessica Korda, aðeins 2 höggum á eftir Kupcho, þ.e. á samtals 12 undir pari, en hún var farin að saxa ískyggilega mikið á forskot Kupcho, sem hafði 6 högga forystu fyrir lokahringinn.  Pia Babnik var síðan ein í 3. sæti á samtals 11 undir pari og þær Hinako Shibuno, Lexi Thompson, Celine Boutier og Patty Tavatanakit deildu síðan 4. sætinu allar á samtals 10 undir pari, hver.

Jennifer Kupcho er fædd 14. maí 1997 og því aðeins 24 ára. Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, var í, þ.e. Wake Forest. Kupcho var sú fyrsta til að sigra á Chevron risamótinu og sú síðasta til þess að taka stökk í Poppy´s Pond að loknum sigri í risamóti (sjá mynd hér að neðan) en Chevron meistaramótið mun s.s. Golf 1 hefir áður greint frá ekki fara fram á Rancho Mirage, í Kaliforníu, að ári liðnu.  Þetta er ekki aðeins 1. risatitill Kupcho heldur einnig fyrsti sigur hennar á LPGA. Kupcho er gift Jay Monahan, sem er jafnframt kaddýinn hennar.

Kupcho er sem stendur nr. 53 á Rolex-heimslista kvenna, en mun væntanlega taka stórt stökk upp á við á þeim lista 🙂

Jennifer Kupcho stekkur út í Poppy´s Pond að loknum sigri á Chevron meistaramótinu, sem áður hét ANA Inspiration

Sjá má lokastöðuna á Chevron Championship að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: