Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2022 | 18:00

Charlie Woods með lægsta skor ferilsins – 68 – með Tiger á pokanum

Þegar augu golfheimsins beindust að forsetabikarnum um síðustu helgi, þá sat golfframtíðin ekki auðum höndum.

Charlie Woods sonur golfgoðsagnarinnar Tiger Woods, náði lægsta skori ferilsins upp á 68 höggum í gær, sunnudaginn 25. september 2022, í undankeppni á Notah Begay III Junior National Golf Championship á Mission Inn Resort í Howey-in-the-Hills, Flórída. Faðir hans, Tiger Woods, var kylfuberi.

Eftir 1 yfir 37 á fyrri níu var Charlie með tvo fugla og örn á par-5 14. holu og spilaði á 68 höggum. Annað högg hans á þeirri 14. holu fór næstum í holu  fyrir albatross, en hann náði því ekki, en setti hins vegar niður auðveldum erni!

Flestir 13 ára strákar væru heppnir að hafa góðan þjálfara eða foreldri sem gleðst yfir velgengni afkvæma sinna frá hliðarlínunni, en Charlie hins vegar naut hjálpar og leiðsagnar hins 82-falda PGA TOUR sigurvegara (pabba síns), Tiger Woods, sem að þessu sinni var á pokanum.

Jæja, pabbi sagði mér að vera þolinmóður,“ sagði Charlie. „Spilaðu bara stöðugt golf. Vertu bara þolinmóður, spilaðu, einbeittu þér að hverju höggi, horfðu ekki of langt fram í tímann. Vertu inni í leiknum í núinu.“

Hljómar kunnuglega?

Það sem Tiger er að segja við son sinn er það sem allir kylfingar ættu ávallt að hafa í huga:

1 Spila stöðugt golf.

2 Vera þolinmóðir.

3 Einbeita sér að hverju höggi.

4 Ekki ofhugsa eða hugsa fram í tímann – t.d. ef vel gengur, hvað ef ég næ þessu eða hinu? … Eða öfugt næ þessu ekki? Helst tæma hugann og vera ekki að hugsa neitt.

5 Vera í leiknum, hér og nú, vera í núinu.