Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2016 | 09:00

Charlie sonur Tiger T-2 á krakkagolfmóti!

Það er Woods nálægt toppi skortöflunnar á golfmóti og það eru hvorki TigerCheyenne.

Nýjasti Woods-inn er að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni ….. og honum gengur feykivel.

Það er 7 ára sonur Tiger Woods og Elínar Nordegren, Charlie Woods sem vakti aðdáun allra.

Hann varð T-2 þ.e. jafn í 2. sæti á krakkagolfmóti í West Palm Beach, í Flórída., sl. föstudag á skori upp á 19 yfir pari.

Síðasta skiptið sem Tiger varð T-2 var á The Barclays 2013.

Charlie og hinir krakkarnir spiluðu 9 holur á mjög skemmtilegum golfvelli Mayacoo Lakes Country Club, ekki langt frá húsi Tiger á Jupiter Island. Charlie, sem hóf leik á 10. holu lék best á óvenjulegri krakkaholu sem aðeins er par-2 og er 150 yarda en þar fékk hann Par!!!

Og þetta ætti ekki að koma á óvart. Í fyrra (2015) sagði Tiger að Charlie væri þegar farinn að sýna yfirburði í golfleiknum.  Vá – það verður gaman að fylgjast með Charlie Woods eftir svona 10 ár … ef ekki miklu fyrr!!