Charles Owens deyr 85 ára – Nýr pútter bjargaði ferlinum
Ef Charles Owens átti að hefja síðbúinn golfferil, þurfti hann að laga púttin. Hann var 51 árs og spilaði á Senior PGA Tour (Öldungamótaröð PGA). Hann var með slæma fætur og sársaukafulla verki í baki. Og hann var með yips – sem eru ósjálfráðar handar- og handleggshreyfingar, sem ollu því að púttin hjá honum fóru út um allt og ekki alltaf þangað sem hann vildi.
„Ég var með svo slæmt yips,“ sagði hann í viðtali við Golf Digest, „að ég fraus við tveggja feta (66 cm) pútt.„
Þreyttur á öllum þeim mörgu pútterum, sem höfðu brugðist honum, gerði Owens teikningu um einn virkilega langan og lét vin sinn, menntaðan vélvirkja fá teikninguna. Á jóladag 1983 var hann (Owen) á golfvellinum nálægt heimili sínu í Tampa, Flórída og prófaði í fyrsta sinn pútter, sem vinur hans hafði smíðað fyrir hann þ.e. 52 þumlunga (132 cm) langan pútter. Hann hélt honum í vinstri hendinni og studdi hann við brjóst sitt; hægri hönd hans var krækt um pútterinn hálfa leið niður með skaftinu. Innan 15 mínútna, vissi hann að nýi pútterinn hans, sem hann skírði Slim Jim, myndi breyta leik hans.
Með pútterinn í pokanum vann hann tvö mót árið 1986 og meira fé en hann hafði nokkurn tíma haft – fullnægjandi verðlaun fyrir afrísk-amerískan kylfing, sem hafði alist upp í fátækt og aðskilnaði Winter Haven í Flórída og sem hafði alið með sér ástríðu fyrir leik sem einungis hinir hvítu máttu spila og hafði skorið út fyrstu kylfurnar sínar úr trjástofnum.
„Ég fann lausnina,“ sagði Owens í viðtali við tímaritið People árið 1986. „Með þessum pútter gat maður ekki bjagað púttin þegar maður varð kvíðinn. Það leit e.t.v. fyndið út, en að missa pútt getur fengið geðbesta mann til að gráta. Ég þurfti bara að finna leiðina mína. „
Owens, sem lést 85 ára þann 7. september sl. í Winter Haven vegna fylgikvilla Alzheimers sjúkdóms, lifði það að sjá aðra kylfinga, eins og Adam Scott og Rocco Mediate, nota langa púttera og það að stjórnsýsla golfsins bannaði þá síðar.
Owens var ekki eins vel þekktur eins og nokkrir afrísk-amerískir kylfingar sem höfðu sigrað á PGA Tour, þ.á.m. Lee Elder, Charlie Sifford og Calvin Peete. Hann lék aðallega á minni mótaröðunum sem voru skipulögð af the United Golf Association, en átti lítilli velgengni að fagna á tiltölulega stuttum tíma sínum á PGA Tour.
Það var hinsvegar á Senior PGA Tour, sem nú er kölluð PGA Tour Champions, þar sem hann fékk annað tækifæri, s.s. margir atvinnukylfingar 50 ára eða eldri. Þar fékk hann að keppa á móti stjörnum eins og Arnold Palmer, Gary Player, Chi Chi Rodriguez og Bruce Crampton.

Charles Owens að nota einn af löngu pútturunum sínum. Mynd: Craig Litten NY Times
Þeir höfðu auðvitað ekki líkamlegar takmarkanir Owens. Stíft vinstra hné hans, sem hann fékk við stökk sem hermaður í kringum 1950, greri illa þannig að hann haltraði illa. Hægra hné hans var ekki mikið betra og hann hafði gengist undir nokkra skurðaðgerðir á því. Hann var með króníska liðagigt í baki og augnbólga olli einstaka sinnum blindu.
En árið 1985, fór leikur Owens var að sýna jákvæðar niðurstöður. Hann var meðal topp 10 í átta af 16 Senior PGA mótum og vann sér inn $ 78,158 $, þannig að hann var í 18. sæti á peninglista mótaraðarinnar.
Á næsta tímabili braust hann til frægðar. Sigrar á Treasure Coast Classic og Del E. Webb Senior PGA urðu til þess að hann vann sér inn $207.813 (sem eru um $ 463.000 reiknað til gengis í dag).
„Ég á nýtt líf núna,“ sagði Owens í viðtali við The New York Times í júlí 1986. „En á tímabili hélt ég að það myndi aldrei verða af þessu. Fyrir tveimur árum áttu ég og eiginkona mín, Judy, sjö kreditkort, sem voru öll með $2,000 takmarki. Við lifðum á þessum kortum.”
Á móti það ár, brosti Billy Casper, ein af goðsögnum mótaraðarinnar, þegar hann sá hvaða nafn hafði komið í stað síns á skortöflunni, skv. frétt í The Washington Post.
„Vá, það er Charlie Owens!“ sagði Casper spenntur. „Er það ekki yndislegt?“
************************************************************************
Charles Lee Owens fæddist í Winter Haven þann 22. febrúar 1932. Faðir hans, Fred Sr., var vallarstarfsmaður á golfvelli staðarins; Móðir hans, Donnie Wright, var heimavinnandi húsmóðir.
Charles var einn af níu börnum og óx úr grasi heillaður af golfi, jafnvel þó að völlurinn þar sem faðir hans vann leyfði blökkumönnum aðeins að starfa sem kylfusveinum og en ekki að spila. Owens skar út sínar eiginn kylfur úr trjástofnum ástralskra furutrjáa og sló flöskutappa í stað hvítra lítilla kúla.
Eftir því sem hann varð eldri, þá laumaðist hann á völlinn til að spila með alvöru kylfum. Og eftir því sem hæfileikar hans komu í ljós, sagði hann í viðtali við Sports Illustrated áirð 1986, þá leyfðu sumir klúbbmeðlima honum að fá lánaðar kylfur og spila á vellinum á sérstökum dögum þar sem kylfusveinar máttu spila.
Hann hafði kennt sér golfið sjálfur og því fylgdi augljós galli; grip hans var það sem á ensku kallast crosshanded (þ.e. hendur hans voru í kross). En hann hafði vanist því gripi svo vel að það var orðið og seint að breyta til síðar.
Sem ungur maður trúði Owens því að hann myndi verða einn af bestu kylfingum golfsins, ef hann fengi tækifæri til að spila á móti þeim bestu. En hann gerði sér einnig grein fyrir því að á hans tíma var blökkumönnum meinað að spila.
„Bara að spila golf getur verið frústrerandi og felur oft í sér mikinn sársauka,“ sagði hann í Sports Illustrated viðtalinu. „En þegar aðskilnaðarstefnan bætist við, þá var oft eins og það væri of mikið.“
Í staðinn fór hann í hinn sögulega háskóla blökkumanna, Florida A & M College (nú University) í Tallahassee og spilaði í bandaríska fótboltanum. Hann var 1,90 metra á hæð og 91 kg og var því með líkamsbygginguna í þetta sport.
Þegar hann var junior (þ.e. næstefstubekkingur) í háskóla varð hann að fara í herinn og gerast hermaður. Í útkalli einu sinni í 82. herdeild Airborne Division, varð hann að stökkva í fallhlíf en flugmaðurinn setti þá út á röngum stað og hann lenti í tré, þar sem vinstra hné hans skall í tréstúf þegar hann skall til jarðar.
Owens hafði brotið vinstri lærlegg sinn í slysinu – en meiðslin voru upphaflega greind vitlaust sem slitinn vöðvi – og í meira en áratug spilaði hann ekki golf.
Hann fluttist til New York City, þar sem hann seldi bíla og íþróttavörur og gekkst undir aðgerðir, sem ekki milduðu hnéverki hans. En á meðan hann var að ná sér eftir skurðaðgerð á hné, las hann golfblöð og byrjaði að spá hvort hann gæti spilað aftur, þrátt fyrir stífan vinstri fótinn, sem var næstum 2 þummlungum styttri en hægri fótur hans.
Hann æfði sig fyrst á golfvellinum í Brooklyn og fann hann hæfileika sína fljótt aftur. Hann byrjaði að spila – og síðan að sigra – en aðallega á Black United Golf Association mótaröðinni, en komst síðan á PGA Tour árið 1970. En hann átti lítilli velgengni að fagna fyrst – vann sér aðeins inn $ 16.515 þar sem hann spilaði líka aðeins stundum – svo hann tók að sér starf sem golfkennari í Rogers Park, sem er golfvöllur í Tampa, Flórída.
Að nokkrum árum liðnum gat hann spilað á Senior PGA Tour (Öldungamótaröð PGA) og þá fór að færast líf í feril Owens.
„Charlie var ótrúlegur,” sagði Jim Colbert, leikmaður á Öldungamótaröðinni, í viðtali við The Times árið 1998. „Ég dáðist að honum. Hann sló ekki mikið af því sem við myndum kalla frábær golfhögg. Hann gerði þetta með því sem ekki er hægt að sjá – hjarta og hugrekki.“
Owens lætur eftir sig 8 dætur: Charlena Owens Green, sem tilkynnti um andlát föður síns, Wanda, Annette og Debbie Owens, Pamela Robinson, Jennifer Freeman, Glenda Hurst og Pamela Baker; þrjá syni, Michael, Tony og DeShea; þrjár systur, Clora DuBose, Betty Williford og JoAnn Tyler; 18 barnabörn; og 39 barna-barnabörn.
Hjúskapur hans og eiginkvenna hans þeirra Everlena King, Janice Williams-Lane, Rosa Mae Grimes og Judy Martin enduðu í skilnaði.
Owens var búinn að spila hálft keppnistímabilið 1987 og var að búa sig undir að spila á the United States Senior Open í Fairfield, Conneticut, þegar hann stóð frammi fyrir stórkostlegri líkamlegri áskorun: ólíkt PGA Tour, þar sem leikmenn mega nota golfvagna, þá bannaði golfsamband Bandaríkjanna (United States Golf Association, oft skammst. USGA) notkun þeirra á Opna.
Owens mótmælti árangurslaust stefnunni og spilaði fyrstu níu holurnar á fyrsta hring á hækjum áður en hann dró sig úr mótinu.
„Þegar þeir settu þessar reglur, átti ég ekkert annað val en að ganga,“ sagði hann í viðtalinu við The Times. „En golf hefur verið nútímavætt. Ég hefði ekki komið nálægt golfbíl ef ég væri heilbrigður, en svona þurfti það að vera fyrir mig.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
