Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 13:00

Champions Tour: Monty sigraði á US Senior Open risamótinu

Colin Montgomerie (Monty) sigraði á US Senior Open risamótinu.

Monty leiddi tvo fyrstu keppnisdagana en fyrir lokahringinn var Gene Sauers búinn að fara fram úr honum.

Monty og Sauers voru jafnir á samtals 5 undir pari, 279 höggum eftir hefðbundinn 72 holu leik; Monty (65 71 74 69) og Sauers (69 69 68 73).

Það kom því til bráðabana og 16. braut Oak Tree National í Edmonton, Oklahoma spiluð aftur … en báðir fengu skolla á holuna.  Á þeirri næstu, par-3 17. holunni, sigraði Monty með pari, meðan Sauers fékk aftur skollans skolla!

Monty er 51 árs, fæddur 23. júní 1963. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1987 og hefir á ferli sínum sigrað í 43 mótum. Monty er frægur fyrir að hafa aldrei sigrað í risamóti, fyrr en í ár á PGA öldungamótaröðinni  bandarísku, Champions Tour og það strax tvisvar, því fyrra 25. maí 2014: Senior PGA Championship og því seinna í gær, 13. júlí 2014: US Senior Open Championship. Frábærir sigrar hjá Monty!

Þriðja sætinu deildu Woody Austin og David Frost á samtals 1 undir pari, hvor – heilum 4 höggum á eftir Monty og Sauers.

Til þess að sjá lokastöðuna á US Seniors Open SMELLIÐ HÉR: