Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2015 | 09:30

Champions Tour: Monty leiðir á ACE Group Classic e. 2. dag

Colin Montgomerie (Monty) er í forystu eftir 2. hring í gær, Valentínusardag, á ACE Group Classic í TwinEagles golfklúbbnum í Naples, Flórída.

Montgomerie fékk fugl á fjórum af síðustu 6 holum sínum og er samtals á 12 undir pari, 132 höggum og er í forystu þrátt fyrir skramba sem hann fékk á hringnum.

Lee Janzen  var líka með skramba en var á 7 undir pari, 65 höggum 2. hringinn og er samtals á 11 undir pari, 1 höggi á eftir Monty.

Esteban Toledo og Scott Dunlap eru báðir á  8-undir pari 128 höggum. Þrír aðrir kylfingar eru samtals á  7 undir pari, þ.á.m. Bernhard Langer, sem vann 5 mót á Champions Tour árið 2014  og varð þar að auki 18 sinnum meðal efstu 10.

Til þess að sjá stöðuna á ACE SMELLIÐ HÉR: