Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2014 | 13:00

Champions Tour: Monty enn í forystu e. 2. dag

Colin Montgomerie (Monty) heldur forystu sinni eftir 2. dag á US Senion Open risamótinu á bandarísku PGA öldungamótaröðinni.

Monty er samtals búinn að spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum (65 71).

Á hæla honum aðeins 1 höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 137 höggum (69 68) er Scott Dunlap.

Bernhard Langer og Gene Sauers deila síðan 3. sætinu enn öðru höggi á eftir.  Vijay Singh er í 9. sæti á samtals 2 undir pari.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru Mark Calcavecchia,  Scott Verplank, Tom Pernice og Frank Esposito.

Til þess að sjá stöðuna á US Senior Open SMELLIÐ HÉR: