Champions Tour: Monty elskaður
Á yngri árum virtist svo sem Colin Montgomerie (Monty) væri segull fyrir allskyns leiðindaathugasemdir á golfvellinum frá áhangendum og áhorfendum móta sem komu að sjá hann spila á risamótum eða í Ryder Cup í Bandaríkjunum og voru að reyna að hafa áhrif á frammistöðu hans.
Svo nærri var gengið að honum t.d. í tvímenningi a Ryder Cup 1999 í The Country Club í Brookline, Massachusetts, að hinn mjög svo flotti og sanngjarni Payne Stewart, sem var andstæðingur hans í keppninni benti lögreglu á þá áhorfendur, sem voru að stuða Monty og þeim var hent út af vellinum.
Golf Digest dreifði m.a. „Be Nice to Monty“ hnappa fyrir Opna bandaríska 2002 í von um að áhangendur héldu sér á mottunni gagnvart Monty.
Sárin hafa gróið með tímanum og Monty sem verður 53 ára síðar í mánuðnum spilar nú á Öldungamótaröð PGA Tour, þ.e. Champions Tour, en þar hefir hann sigrað (3 sinnum) og unnið sér inn verðlaunafé (meira en $4.7 milljónir) meðan hann nýtur nýfenginna virðingar og aðdáunar frá aðdáendum Vestanhafs.
„Mér finnst tvö orð vera við hæfi sem ég myndi viðhafa – mjög velkominn“ sagði Monty í gær eftir æfingahring á Philadelphia Cricket Club, en þar fer fram Constellation Senior Players Championship. „Það er hlýja hér, sem og virðing.“
„Það sem átti sér staður áður fyrr, hey come on, það var þegar við vorum að vaxa úr grasi, að þroskast og við vorum að reyna að ná stöðu í lífinu, lífstíl eða gera hvað sem er til að vinna Ryder bikar, hlutir sem ég var sendur hingað (til Bandaríkjanna) til að reyna að láta verða að veruleika. OK, það er ekki gleymt, en menn njóta meiri virðingar eftir því sem þeir eru eldri.“
„Það er hlýja og það er gestrisni hér og ég er svo velkominn að það hefir farið dramatískt langt fram úr væntingum mínum. Það er þess vegna sem ég nýt þess. Ég held að mér gangi vel vegna þess að ég skemmti mér líka.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
