Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 12:00

Champions Tour: Monty efstur e. 1. dag á US Senior Open

Colin Montgomerie (Monty) lýsti því yfir fyrir US Senior Open risamótið á bandarísku PGA Öldungamótaröðinni að hann teldi Bernhard Langer líklegastan sigurvegara mótsins.

Eitthvað verður Monty að endurskoða þessa afstöðu sína.

Hann sjálfur er í forystu eftir 18 holur, lék á 6 undir pari, 65 höggum á Oak Tree National þar sem mótið fer fram.

Monty fékk fugla á 14.-16. holu, en hann hóf leik á 10. teig og var á 33 höggum seinni 9. Hann var síðan með fugla á 6.-8 á fyrri 9 og átti fínan hring þrátt fyrir óþægilegan hita og raka.

„Þetta var lykillinn að hringnum, fuglarnir 3 í röð á fyrri 9 þ.e. seinni 9 hjá mér,“ sagði Monty.  „Að fá fugla á 6,7 og 8 var gott. Það kom mér í þá stöðu sem ég er nú í.“

Marco Dawson er í 2. sæti á  66 höggum og  Mark Brooks er þriðji eftir hring upp á  68 högg. Langer er einn af 5 kylfingum sem deilir 4. sæti eftir hring upp á 69 högg.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á US Senior Open SMELLIÐ HÉR: